Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Dregið úr skjálftavirkni við Grindavík í dag

Mynd með færslu
 Mynd: Grímur Jón Sigurðsson - RÚV
Dregið hefur úr skjálftavirkni í grennd við Grindavík en um 10 skjálftar hafa mælst þar frá miðnætti, samanborið við tæplega sextíu skjálfta þar í gær.

Frá 21. janúar hafa yfir 1.300 skjálftar verið staðsettir á svæðinu. Sólarhringsvakt Veðurstofunnar fylgist áfram með virkni á svæðinu.

Vísindaráð almannavarna kemur saman á morgun þar sem farið verður yfir stöðuna, en landris við fjallið Þorbjörn mælist fimm sentímetrar síðan skjálftavirknin hófst. Veðurstofan telur enn að líklegast sé að virkninni ljúki án eldsumbrota.