Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Donald Trump sýknaður af ákærum um embættisglöp

05.02.2020 - 21:35
epa08193764 US President Donald J. Trump delivers his State of the Union addressi during a joint session of congress in the House chamber of the US Capitol in Washington, DC, USA 04 February 2020. President Trump delivers his address as his impeachment trial is coming to an end with a final vote on the 2 articles of impeachment scheduled for 05 February.  EPA-EFE/JUSTIN LANE
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Donald Trump Bandaríkjaforseti var í kvöld sýknaður af ákærum um embættisglöp. Þingmenn sýknuðu forsetann af báðum ákæruliðum. Öldungadeildarþingmaðurinn Mitt Romney braut blað í sögu þingsins þegar hann greiddi atkvæði með því að sakfella Trump. Það var í fyrsta sinn sem þingmaður greiðir atkvæði gegn sitjandi forseta úr eigin flokki, en Trump en fjórði forsetinn sem er ákærður fyrir embættisglöp.

Trump var ákærður fyrir að hafa haldið nærri 400 milljón dollara varnaraðstoð til Úkraínu í fyrra, þar til þarlend stjórnvöld samþykktu að hefja rannsókn á Joe Biden, fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna. Þá var hann einnig ákærður fyrir að hindra framgang rannsóknar fulltrúadeildarinnar á misbeitingu valds. Trump var sýknaður af fyrri ákæruliðnum með 52 atkvæðum gegn 48. 53 greiddu atkvæði með sýknu við þeim seinni, en 47 vildu sakfella. Repúblíkanar hafa meirihluta í öldungadeildinni, eru með 53 þingmenn af 100. Atkvæði féllu því að mestu eftir flokkslínum. 

Allir öldungadeildarþingmenn Demókrataflokksins vildu sakfella Trump, en það kom embættismönnum í Hvíta húsinu á óvart, samkvæmt umfjöllun CNN. Innan Hvíta hússins var einnig búist við því að allir Repúblíkanar vildu sýknu, og því kom ákvörðun Romneys þeim einnig í opna skjöldu.

epa08183264 Republican Senator from Utah Mitt Romney leaves the Senate floor during a recess in the US Capitol in Washington, DC, USA, 31 January 2020. The Senate voted to reject witnesses as the impeachment trial of US President Donald J. Trump continues.  EPA-EFE/SHAWN THEW
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Mitt Romney er fyrsti þingmaður sögunnar til að greiða atkvæði gegn forseta úr eigin flokki við þessar aðstæður.

 

Mitt Romney sagði fyrir atkvæðagreiðsluna í kvöld að hann myndi greiða atkvæði með Demókrötum, en bjóst ekki við því að fleiri Repúblíkanar gerðu hið sama. Hann sagði sekt Trumps augljósa. „Að skipta sér af kosningum með það að markmiði að halda sæti sínu er líklega versta brot á forsetaeiðnum sem ég get ímyndað mér,“ sagði Romney. Demókratinn Chris Murphy sagði við fréttamenn að lokinni ræðu Romneys að hann hefði hagsmuni landsmanna framar eigin flokki og Romney hefði endurnýjað trú hans og traust á öldungadeildinni.