Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Donald Trump í vondum málum

Mynd: RON SACHS / EPA
Donald Trump er sakaður um að kúga forseta Úkraínu til að rannsaka Joe Biden sem hefur mælst efstur í forvali Demókrata fyrir forsetakosningarnar á næsta ári. Fyrir síðustu forsetakosningar var Trump sakaður um að vinna með Rússum til að koma höggi á þáverandi andstæðing sinn, Hillary Clinton.

Andstæðingar Trumps segja að hann hafi misnotað vald sitt sem forseti til að kúga Úkraínu til þess að grafa upp skaðlegar upplýsingar um pólitískan andstæðing sinn. Biden hefur lengi mælst efstur í forvali Demókrata og er því líklegur andstæðingur hans í forsetakosningunum á næsta ári. Hvíta húsið og forsetaembættið er því í húfi. Trump og stuðningsmenn hans saka Biden á móti um að hafa þrýst á úkraínsk stjórnvöld að stöðva glæparannsókn gegn syni hans, Hunter Biden sem var starfsmaður gasfyrirtækis í Úkraínu.

epa07586062 President-elect Volodymyr Zelensky arrives at the Ukrainian Parliament for a ceremony of his oath in Kiev, Ukraine, 20 May 2019. Volodymyr Zelensky with 73,22 percent of the votes beats out the current President Petro Poroshenko, who received 24,45 percent of the votes during the second tour of Presidential elections in Ukraine which was held on 21 April 2019.  EPA-EFE/STEPAN FRANKO
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Volodymyr Zelensky, forseti Úkraínu.

Donald Trump og Volodymyr Zelensky forseti Úkraínu töluðu saman í síma þann 25. júlí. Í því samtali á Trump að hafa þrýst á kollega sinn að hefja rannsókn á Joe Biden. Í þessu sama samtali ræddi Trump einnig um tvö hundruð og fimmtíu milljóna bandaríkjadala hernaðaraðstoð við Úkraínu sem bandaríska þingið hafði samþykkt en Trump-stjórnin hafði frestað. Washington Post og fleiri fjölmiðlar hafa fullyrt að Donald Trump hafi skipað starfsmannastjóra sínum, Mick Mulvaney, að fresta afgreiðslu aðstoðarinnar fram yfir símtalið umdeilda.

epa05187668 New York former mayor Rudolph Giuliani attends a press conference, in Santo Domingo, Dominican Republic, 29 February 2016. Giuliani is acting as a consultant of Dominican presidential candidate of the Modern Revolutionary Party Luis Abinader.
 Mynd: EPA - EFE
Rudolph Giuliani

Málið virtist óljóst í fyrstu eða þar til Rudy Guiliani, lögfræðingur og einn nánasti samstarfsmaður Trumps, kom í viðtal við Chris Cuomo á CNN fyrir helgi. Þar var lögmaðurinn spurður að því hvort hann hefði beðið yfirvöld í Úkraínu að rannsaka Joe Biden. Guiliani vísaði því á bug í fyrstu og sagði slíkt algjörlega fjarstæðukennt en gekkst síðan við því og það með nokkru stolti.

epa07710621 Former US Vice President Joe Biden, one of the Democratic candidates for United States President, makes a speech about his foreign policy plans during an appearance at the Graduate Center of the City University of New York in New York, New York, USA, 11 July 2019.  EPA-EFE/JUSTIN LANE
 Mynd: EPA - RÚV
Joe Biden

Sjálfur hefur Trump sagt að hann hafi rætt spillingu við forsetann og um Joe Biden og son hans. Fleiri mál hafi borið á góma og þetta hafi verið mjög gott spjall, fullkomið símtal. Hann bætti því við að Bandaríkin veittu Úkraínu fjárhagsaðstoð og því væri mikilvægt að tryggja að landið væri heiðarlegt og réttsýnt. Trump hefur líka farið hamförum á Twitter og segir málatilbúnaðinn hreinan tilbúning Demókrata og spilltra fjölmiðla. Uppljóstrarinn vinni gegn hagsmunum Bandaríkjanna og sé greinilega gersneyddur ættjarðarást og þjóðrækni.

epa05192894 Former Massachusetts Governor and 2012 United States Republican Presidential candidate, Mitt Romney, gives a speech at the Hinckley Instutite of Politics on the campus of the University of Utah denouncing Donald Trump, in Salt Lake City, Utah,
Mitt Romney tapaði fyrir Barack Obama í forsetakosningunum 2012. Mynd: EPA
Mitt Romney

Þingmenn Demókrata fullyrða að símtalið varpi ljósi á samskipti Donalds Trumps við aðra þjóðarleiðtoga. Augljóst sé að Trump hafi þrýst á forsetann að láta rannsaka Joe Biden og son hans. Þannig hafi átt að flekka mannorð Joes Biden og koma þannig höggi á líklegan andstæðing Trumps í komandi forsetakosningum. Þingmenn Repúblikana hafa lítið tjáð sig en þó hefur öldungadeildarþingmaðurinn Mitt Romney sagt að málið sé alvarlegt og nauðsynlegt að fá allar staðreyndir á borðið.

epa07861302 US President Donald J. Trump (R) answers reporter's questions as he departs the White House for a trip to Texas and Ohio before continuing to New York to attend the opening of the United Nations, in Washington, DC, USA, 22 September 2019.  EPA-EFE/RON SACHS / POOL
 Mynd: RON SACHS - EPA
Donald Trump

Alvarlegustu ásakanirnar snúast um að Donald Trump hafi nýtt forsetaembættið til að kúga erlendan þjóðarleiðtoga til að safna skaðlegum upplýsingum um pólitískan andstæðing sinn og halda aftur af hernaðaraðstoð í þeim tilgangi. Samkvæmt stjórnarskrá getur meirihluti þingsins dæmt forsetann til embættismissis fyrir ólöglega eða ósiðlega framkomu. Tvo þriðju hluta öldungadeildarinnar þarf síðan til að víkja honum úr starfi. Forsetann má dæma til embættismissis fyrir landráð, mútur eða aðra alvarlega glæpi eða misgjörðir. Hvað þetta þýðir í raun er í raun ákvörðun meirihluta þingsins hverju sinni.

epa05825385 US House Minority Leader Democrat Nancy Pelosi holds a news conference in which she restated her belief that Attorney General Jeff Sessions should resign, on Capitol Hill in Washington, DC, USA, 02 March 2017. Some Democrats have asked
 Mynd: EPA
Nancy Pelosi, forseti þingsins

Dómókratar hafa meirihluta í þinginu en vilja þó stíga varlega til jarðar. Nancy Pelosi, forseti þingsins hefur gefið í skyn að slík vegferð gæti skaðað Demókrata og sé í raun tilgangslaus á meðan Donald Trump nýtur stuðnings meirihluta Repúblikana í öldungadeildinni. Aðrir Demókratar segja að það sé siðferðisleg skylda þingsins að sækja forsetann til saka.

Mynd með færslu
 Mynd: EPA
Hillary Clinton og Donald Trump

Þetta minnir um margt á ásakanir gegn Trump um að hafa unnið með Rússum til að koma höggi á Hillary Clinton í forsetakosningunum 2016. Þó er ákveðinn grundvallarmunur. Þá var Donald Trump í raun óbreyttur borgari sem sóttist eftir kjöri til forseta. Í málinu sem nú er til skoðunar er hann hins vegar sakaður um að hafa nýtt sér vald embættis Bandaríkjaforseta til að hafa áhrif á erlendan þjóðarleiðtoga og hafa sjálfur átt frumkvæði í málinu. Sjálfur segist hann ekki hafa beitt forseta Úkraínu þrýstingi. Andstæðingar hans segja hins vegar augljóst að Trump hafi kúgað forseta Úkraínu til að hefja rannsókn á helsta pólitíska andstæðingi sínum og notað til þess tvö hundruð og fimmtíu milljóna bandaríkjadala hernaðaraðstoð.