Dómnefnd Hvíta-Rússlands vikið úr Eurovision

epa07570997 Zena from Belarus performs during the First Semi-Final of the 64th annual Eurovision Song Contest (ESC) at the Expo Tel Aviv, in Tel Aviv, Israel, 14 May 2019. The Second Semi-Final takes place on 16 May, and the Grand Final is held on 18 May.  EPA-EFE/ABIR SULTAN
 Mynd: EPA-EFE - EPA

Dómnefnd Hvíta-Rússlands vikið úr Eurovision

18.05.2019 - 17:54

Höfundar

Samtök evrópskra sjónvarpsstöðva, EBU, hafa ákveðið að grípa til aðgerða og víkja dómnefnd Hvíta-Rússlands úr allsherjardómnefnd lokakvöldsins eftir að meðlimir dómnefndarinnar opinberuðu hvernig stigagjöf þeirra væri háttað fyrr í vikunni. Allar slíkar yfirlýsingar frá dómnefndum eru bannaðar þar til aðalkeppninni lýkur.

Frá þessu greinir miðillinn Euroviox.

Eftir fyrra undanúrslitakvöld kepninnar, sem fram fór á þriðjudag, sögðu meðlimir dómnefndar Hvíta-Rússlands frá því í viðtali við Tut.by hvaða lönd hlutu flest stig frá þeim. Þetta er þvert á reglur Eurovision en dómnefndum er stranglega bannað að upplýsa um stigagjöf sína áður en að aðalkeppninni er lokið svo niðurstaða dómnefnda hafi ekki áhrif á símakosningu úrslitakvöldsins. 

Í frétt Tut kom fram að meðlimir dómnefndarinnar hafi verið sammála um þau þrjú lönd sem hlutu flest stig, Tékkland, Eistland og Georgía. Einn dómaranna kveðst hafa dregið framlag Íslands, Hatrið mun sigra, niður í sinni atkvæðagreiðslu en hún gaf Ástralíu flest stig. Ísland nýtur því kannski góðs af því að atkvæði hvítrússnesku dómnefndarinnar verði ekki tekin með í reikninginn í kvöld.