Domingo hættir við sýningar í New York

25.09.2019 - 05:14
epa07867392 (FILE) - Spanish tenor Placido Domingo speaks during the 10th International Congress of Excellence organized by Madrid's Regional Government and held at Teatro de la Zarzuela in Madrid, Spain, 15 July 2019 (Reissued 24 September 2019). According to reports on 24 September 2019, Spanish tenor Placido Domingo withdrew from all future performances at the Metropolitan Opera in New York following sexual harassment allegations.  EPA-EFE/Javier Lopez
 Mynd: EPA-EFE - EFE
Spænski óperusöngvarinn Placido Domingo ætlar ekki að koma oftar fram í Metropolitan óperunni í New York. Bæði óperan og Domingo sjálfur tilkynntu þetta í gærkvöld. Ákvörðunin er tekin rétt um sólarhring fyrir frumsýningu óperunnar á Macbeth, þar sem Spánverjinn átti að fara með titilhlutverkið.

Tuttugu konur hafa sakað Domingo um kynferðislega áreitni. Domingo segir í tilkynningu sinni að hann þvertaki fyrir allar ásakanir, og segist hann áhyggjufullur yfir því að hægt sé að sakfella fólk án dóms og laga með slíkum ásökunum. Hann hafi þó ákveðið að draga sig í hlé. Ef hann hefði haldið hlutverki sínu í Macbeth hefði það dregið athyglina frá því frábæra starfi sem aðstandendur sýningarinnar hafa unnið, hefur AFP fréttastofan eftir tilkynningu Domingo. 

Stjórnendur Metropolitan óperunnar ætluðu að bíða eftir niðurstöðu rannsóknar óperunnar í Los Angeles. Domingo var óperustjóri þar frá árinu 2003. Fengin var utanaðkomandi rannsóknarnefnd til þess að fara í saumana á ásökununum í garð Domingo, og stendur sú rannsókn enn yfir. Samtök tónlistarmanna í Bandaríkjunum hóf einnig rannsókn á ásökunum í garð söngvarans.

Átta óperusöngkonur og einn dansari komu fram í ágúst og greindu frá áreitni Domingos, og nokkru síðar stigu 11 til viðbótar fram. Elstu brotin eru frá níunda áratugnum. Miðað við frásagnir kvennanna virtist Domingo algjörlega óttalaus um að vera refsað fyrir áreitnina, vitandi að hann væri ein stærsta stjarna óperuheimsins.  

Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi