Dýpkunarskipið Dísa verður ekki við störf í Landeyjahöfn. Vegagerðin segir ekki þörf fyrir skipið þessa dagana, enda sé dýpið í Landeyjahöfn óhemjugott miðað við árstíma. Lægðirnar sem hafa komið að undanförnu hafa í raun hjálpað til við dýkunina og fjarlægt sand af siglingasvæði Herjólfs í stað þess að bæta í sandinn.