Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Dill endurheimtir Michelin-stjörnuna sína

17.02.2020 - 17:00
Mynd með færslu
 Mynd: CC - Pixabay
Veitingastaðurinn Dill hefur endurheimt Michelin-stjörnuna sem hann missti í febrúar á síðasta ári. Þetta var tilkynnt síðdegis í dag. Gunnar Karl Gíslason, matreiðslumaður og eigandi Dill ákvað að flytja heim til Íslands eftir að staðurinn missti stjörnuna og lýsti því yfir í viðtali við Sunnudagsblað Morgunblaðsins að hann ætlaði að endurheimta stjörnuna.

Tilkynnt var um stjörnuna við hátíðlega athöfn í Þrándheimi í dag. Dill var fyrsti íslenski veitingastaðurinn til að fá Michelin-stjörnu og því var það nokkuð áfall þegar staðurinn missti hana.

Gunnar Karl sagði í viðtalinu við Morgunblaðið í apríl í fyrra að þótt lífið stæði ekki og félli með MIchelin-stjörnunni væri þetta verkefni sem væri honum mjög mikilvægt. „[Þ]annig að aug­ljós­lega spil­ar það inn í að ég flyt heim og tek við Dill að stjarn­an fór, reynd­ar al­veg tals­vert stóra rullu.“ Gunnar hafði þá rekið veitingastaðinn Agern í New York sem fékk einmitt Michelin-stjörnu hálfu ári eftir að Gunnar tók við honum.

freyrgigja's picture
Freyr Gígja Gunnarsson
Fréttastofa RÚV