Athugið þessi frétt er meira en 6 ára gömul.

„Diddú“ felldi síðasta Óslóartréð

09.12.2015 - 12:49
Mynd með færslu
 Mynd: Skjáskot - RÚV
Óslóartréð, sem var það síðasta sem flutt var frá Ósló til Íslands fyrir jólin, hefur verið úrskurðað ónothæft eftir óveðrið á mánudag - sem netverjar nefndu Diddú. Tréð var tekið af Austurvelli um svipað leyti og óveðrið skall á og flutt í skjól en þær björgunartilraunir virðast ekki hafa skilað árangri. Þetta er annað árið í röð sem Óslóartréð lætur í minni pokann fyrir íslensku óveðri.

Dagur B. Eggertsson greindi frá þessu á Twitter-síðu sinni í hádeginu.

Dagur greinir síðan frá því á Facebook-síðu sinni fyrir stuttu að hann sé kominn upp í Heiðmörk til að finna nýtt jólatré. „Ég er meira að segja kominn með eigin snaga og galla í skemmunni þeirra í Heiðmörk þannig að við séum sneggri úti skóg.“

Skógræktarfélagið í Reykjavík er orðið vant því að bjarga jólunum. Það brást hratt og vel við þegar Oslóartréð var ú...

Posted by Dagur B. Eggertsson on 9. desember 2015

Áralöng hefð hefur verið fyrir því að Ósló gefi Reykjavíkurborg jólatré. Borgirnar tóku sameiginlega ákvörðun um að hætta því á næsta ári - í staðinn myndi norska höfuðborgin gefi Reykjavík jólatré úr Norðmannalundi í Heiðmörk.

freyrgigja's picture
Freyr Gígja Gunnarsson
Fréttastofa RÚV