Dansarar Hatara komnir með sitt eigið „gimp“

Mynd: Gísli Berg / Gísli Berg

Dansarar Hatara komnir með sitt eigið „gimp“

07.05.2019 - 17:56

Höfundar

„Já, þetta er Lee Proud. Hann stjórnar æfingum inni í stúdíóinu. En utan stúdíósins erum við, ég Sólbjört, Ástrós og Andrea danshöfundar Hatara,“ segir Sólbjört Sigurðardóttir, dansari.

„Hann er gott vinnuafl, samvinnuþýður, og heldur dálítið í höndina á okkur innan stúdíósins, þegar það þarf að taka á í dansæfingum,“ segir Ástrós Guðjónsdóttir, önnur dansara Hatara. Utan dansæfinga fylgir hins vegar Lee Proud stelpunum eftir og hlýðir þeim í hvítvetna eins og sjá má í meðfylgjandi myndbandi, er nokkurs konar „gimpið“ þeirra, eins og þekkist í BDSM-heiminum. Í dag fóru þær með hann í göngutúr í góða veðrinu í Tel Aviv og fengu sér ís, þó að „gimpið“, hafi að vísu ekki fengið neinn ís.

Mynd með færslu
 Mynd: Gísli Berg
Lee Proud fékk engan ís í dag.

„Æfing dagsins sem Lee Proud stýrði gekk vonum framar. Hún var hnitmiðuð og skipulögð,“ segir Sólbjört ánægð með dagsverkið. „Sem dansarar Hatara erum við stöðugt að takast á við græðgina sem hefur fyllt sál okkar, og reyndar alheiminn allan,“ bætir Ástrós við.