Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Danir taka við herþjálfun í Írak

26.11.2019 - 13:42
epa00938341 epa00938329 (FILE) Danish sodiers patrol in southern Iraq, 18 January 2005. Denmark 's Prime Minister Anders Fogh Rasmussen announces on a press conference in Copenhagen, on Wednesday, 21 February 2007, that the contingency of Danish troops in Iraq - 400 soldiers - will be withdrawn in August. In return Denmark will send four helicopters manned with a personnel of 50 to Iraq and increase the troops in Afghanistan from 400 to 600.  EPA/Henning Bagger  EPA/Henning Bagger
 Mynd: EPA
Til stendur að tvö hundruð danskir hermenn verði sendir til Íraks á næsta ári, þegar Danir taka við þjálfun þar á vegum Atlantshafsbandalagsins. Meðal verkefna þeirra verður að þjálfa írakska hermenn í baráttunni við vígasveitir Íslamska ríkisins. Þeim verður ekki ætlað að taka þátt í bardögum.

Um þessar mundir eru um það bil tvö hundruð í danska herliðinu í landinu. Frá því að hernaðaraðgerðir Bandaríkjamanna og samherja þeirra hófust í Írak fyrir sextán árum hafa hátt í átta þúsund danskir hermenn, karlar og konur, verið sendir þangað.

 

asgeirt's picture
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV