Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Daníel og Víkingur ljóma á tónleikum í Los Angeles

Mynd með færslu
 Mynd: Sinfonia.is

Daníel og Víkingur ljóma á tónleikum í Los Angeles

07.02.2020 - 11:23

Höfundar

Gagnrýnandi Los Angeles Times fer fögrum orðum um tónleika Daníels Bjarnasonar og Víkings Heiðars Ólafssonar í Walt Disney tónleikahöllinni þar sem frumflutt var verk eftir Þuríði Jónsdóttur.

Reykvísku stjörnurnar, Daníel Bjarnason og Víkingur Ólafsson, ljómuðu á tónleikum í Walt Disney höllinni í Los Angeles á þriðjudag, segir í dómi Los Angeles Times.  Þar var frumflutt tónverk sem Fílharmóníuhljómsveit Los Angeles pantaði hjá íslenska tónskáldinu Þuríði Jónsdóttur. Verkið heitir CV of a Butterfly, eða ferilskrá fiðrildis.

Daníel og Víkingur settu saman efnisskrá kvöldsins, sem var römmuð inn af tónverkum eftir danska tónskáldið Bent Sörensen og finnska tónskáldið Kaiju Saariaho auk þess sem tónverk Daníels, Five Possibilities, var flutt.

Tónverk Þuríðar leið hjá líkt og líftími fiðrildis segir í dómnum. „Hún er tónskáld með eyra fyrir því að laða fram landslag sem bar þess glögglega merki að hafa beðið eftir að fiðrildi hefði þar viðdvöl [...] Tónlistin kallar fram liti sem þjóta hjá og fiðrildið flögrar óskýrt fyrir sjónum manns. Það er þarna og á tíu mínútum er það horfið og þú veltir fyrir þér hvort það hafi verið raunverulegt.“

Gagnrýnandinn lofar einnig flutning Víkings Heiðars á tónleikunum. „Líkt og á töfrandi tónleikum hans í Disney-höllinni á síðasta tímabili, þar sem hann flutti píanóverk eftir Bach, fékk hann sérhverja nótu til að ljóma.“

Hægt er að lesa dóminn í heild á vef LA Times.

Tengdar fréttir

Klassísk tónlist

Frá kreppu til gullaldar

Klassísk tónlist

Úr geimnum sá ég jörðina

Klassísk tónlist

Víkingur tónlistarmaður ársins hjá Gramophone

Klassísk tónlist

Alþýðlegur Víkingur heillar gagnrýnanda