Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Daglegur upplýsingafundur almannavarna vegna COVID-19

23.03.2020 - 13:42
Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra heldur sinn daglega upplýsingafund í dag klukkan tvö. Auk Víðis Reynissonar yfirlögreglujóns, Ölmu Möller landlæknis og Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis verður Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, einnig á fundinum. Hún ræðir um aðgerðir stofnunarinnar vegna faraldursins.

Fundurinn verður í beinni útsendingu á RÚV, ruv.is og á Rás 2.