Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Dæmdur í fangelsi fyrir smygl á fólki

10.05.2019 - 11:59
Mynd með færslu
 Mynd: Birgir Þór Harðarson
Palestínskur karlmaður, búsettur í Svíþjóð, hefur verið dæmdur í níu mánaða fangelsi fyrir smygl á fólki. Þar af eru sex mánuðir skilorðsbundnir. Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness í morgun.

Maðurinn var ákærður fyrir að smygla sjö venesúelskum ríkisborgurum til Íslands í janúar og febrúar síðastliðnum. Hann lá um tíma undir grun fyrir mansal en var ekki ákærður fyrir það. Maðurinn hefur setið í gæsluvarðhaldi frá því um miðjan mars og hefur neitað því að eiga nokkra aðild að komu fólksins.