Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Daði og Gagnamagnið sigruðu með yfirburðum

Mynd með færslu
 Mynd: Mummi Lú - RÚV

Daði og Gagnamagnið sigruðu með yfirburðum

02.03.2020 - 16:07

Höfundar

Lagið Think about Things með Daða og Gagnamagninu sigraði með yfirburðum í úrslitum Söngvakeppninnar á laugardagskvöldið og var með meirihluta atkvæða í báðum símakosningum sem og flest stig alþjóðlegrar dómnefndar.

Í fyrri umferð símakosningar var lag Daða og Gagnamagnsins efst með ríflega 36 þúsund atkvæði en Dimma í öðru sæti með tæplega 23 þúsund. Daði og Gagnamagnið skoruðu svo hæst hjá alþjóðlegu dómnefndinni eða jafngildi rúmlega 24 þúsund atkvæða en þar lenti Almyrkvi með Dimmu neðst á listanum með tæplega 15 þúsund. Í úrslitaeinvíginu höfðu Daði og Gagnamagnið líka betur og fenguð 58 þúsund atkvæði á móta rúmlega 42 þúsund sem greidd voru Dimmu. Þegar stig úr báðum símakosningum og dómnefndar voru lögð saman sigruðu því Daði og Gagnamagnið með 118.643 atkvæðum en Almyrkvi með Dimmu hlaut hins vegar 80.183 atkvæði. Það verða því Daði og Gagnamagnið sem verða fulltrúar Íslands í Eurovision í Hollandi í maí.

Mynd: Mummi Lú / Mummi Lú
Flutningur Daða og Gagnamagnsins í úrslitunum.

Hér má sjá nánari tölfræði úr úrslitunum og undankvöldunum:

Úrslitakeppnin 29. febrúar

Fyrri símakosningin var á milli allra laganna fimm sem kepptu í úrslitunum.

Niðurstaða fyrri símakosningar 29. febrúar:

1. Daði – Think about things:  36.035 atkvæði
2. Dimma – Almyrkvi:  22.848 atkvæði
3. Iva – Oculis Videre:  19.072 atkvæði
4. Nína – Echo: 6.515 atkvæði
5. Ísold og Helga – Meet me halfway: 5.568 atkvæði

Alþjóðleg dómnefnd, skipuð 10 aðilum, hafði 50% vægi á móti atkvæðum úr símakosningunni.  

Niðurstaða dómnefndar 29. febrúar: 

1. Daði – Think about things:  24.289 atkvæði
2. Iva – Oculis Videre:  18.426 atkvæði
3. Ísold og Helga – Meet me halfway:  17.170 atkvæði
4. Nína – Echo: 15.286 atkvæði
5. Dimma – Almyrkvi: 14.867 atkvæði

Niðurstaða seinni símakosningar, „einvígis“ 29. febrúar:

1. Daði – Think about things:  58.319 atkvæði
2. Dimma – Almyrkvi:  42.468 atkvæði.

Heildaratkvæðafjöldi símakosningar þessa tveggja laga var svona:

1. Daði – Think about things:  94.354 atkvæði
2. Dimma – Almyrkvi:  65.316 atkvæði.

Þá voru lögð saman atkvæði almennings úr báðum kosningunum og atkvæði dómefndar úr fyrri kosningunni.

Úrslit í Söngvakeppninni 2019 29. febrúar: 

1. Daði – Think about things:   118.643 atkvæði
2. Dimma – Almyrkvi:  80.183 atkvæði.

Atkvæði dómefndar 

Hér að neðan má sjá hvernig hver og einn dómari kaus en dómarar voru beðnir að raða lögunum í röð eftir gæðum lagsins að þeirra mati.  Þeir voru beðnir um að setja lagið sem þeim þætti best í fyrsta sæti, það næstbesta í annað sæti osfrv. 

Dómari 1: 

1. Meet me halfway
2. Think about things
3. Echo
4. Oculis Videre
5. Almyrkvi

Dómari 2:

1. Think about things
2. Meet me halfway
3. Oculis Videre
4. Almyrkvi
5. Echo

Dómari 3:

1. Think about things
2. Oculis Videre
3. Almyrkvi
4. Meet me halfway
5. Echo

Dómari 4:

1. Think about things
2. Oculis Videre
3. Meet me halfway
4. Echo
5. Almyrkvi

Dómari 5:

1. Think about things
2. Oculis Videre
3. Meet me halfway
4. Echo
5. Almyrkvi

Dómari 6:

1. Think about things
2. Oculis Videre
3. Meet me halfway
4. Almyrkvi
5. Echo

Dómari 7:

1. Oculis Videre
2. Think about things
3. Almyrkvi
4. Meet me halfway
5. Echo

Dómari 8:

1. Think about things
2. Echo
3. Oculis Videre
4. Almyrkvi
5. Meet me halfway

Dómari 9:

1. Think about things
2. Almyrkvi
3. Meet me halfway
4. Echo
5. Oculis Videre

Dómari 10:

1. Think about things
2. Echo
3. Meet me halfway
4. Oculis Videre
5. Almyrkvi

Úrslit kosninga í undankeppnunum

Fyrri undanúrslit, 8. febrúar: 

1. Almyrkvi – Dimma : 14.984 atkvæði
2. Klukkan tifar – Ísold og Helga:  6.654 atkvæði
3. Ævintýri – Kid Isak:  3.651 atkvæði
4. Augun þín – Brynja Mary: 3.374 atkvæði
5. Elta þig – Elísabet:  1.989 atkvæði

Seinni undanúrslit, 15. febrúar:

1.  Gagnamagnið – Daði og Gagnamagnið:  11.218 atkvæði
2. Oculis Videre – Iva:  10.924 atkvæði
3. Ekkó – Nína:  5.905 atkvæði
4. Dreyma – Matti Matt: 5.634 atkvæði
5. Fellibylur – Hildur Vala:  1.336 atkvæði

Tengdar fréttir

Tónlist

Daði og Gagnamagnið í efsta sæti hjá veðbönkum

Menningarefni

Daði Freyr bar sigur úr býtum í Söngvakeppninni

Menningarefni

Daði Freyr og Dimma áfram í úrslitaeinvígið

Popptónlist

Daði og gagnamagnið með myndband