Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Daði Freyr bar sigur úr býtum í Söngvakeppninni

Mynd með færslu
 Mynd: Mummi Lú - RÚV

Daði Freyr bar sigur úr býtum í Söngvakeppninni

29.02.2020 - 22:25

Höfundar

Daði og Gagnamagnið verða fulltrúar Íslands í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í Hollandi í maí.

Daði Freyr tók við verðlaunagripnum úr höndum Hatara sem sigruðu í fyrra. „Ég er bara góður. Við erum að fara í Eurovision!“ sagði hann þegar hann tók við verðlaununum. Það voru fimm lög sem hófu keppni í Laugardalshöllinni, Ísold og Helga, Daði og Gagnamagnið, Nína, Íva og Dimma.

Mynd: Mummi Lú / Mummi Lú

Eftir fyrstu kosningu voru það Daði Freyr og Dimma stigahæst og fóru því í úrslitaeinvígið og aðra símakosningu, en héldu þeim atkvæðum sem þau fengu í fyrri kosningunni frá dómnefnd og símakosningu. Það var svo Think About Things með Daða Frey og Gagnmagninu sem stóð upp sem sigurvegari kvöldsins í lok keppni. Þetta er í annað skipti sem Daði Freyr tekur þátt í Söngvakeppninni en hann lenti í öðru sæti með lagið Hvað með það árið 2017.

Mynd með færslu
 Mynd: Mummi Lú - RÚV