Daði Freyr tók við verðlaunagripnum úr höndum Hatara sem sigruðu í fyrra. „Ég er bara góður. Við erum að fara í Eurovision!“ sagði hann þegar hann tók við verðlaununum. Það voru fimm lög sem hófu keppni í Laugardalshöllinni, Ísold og Helga, Daði og Gagnamagnið, Nína, Íva og Dimma.