COVID-19 gerir usla á Ítalíu

22.02.2020 - 00:40
epa08235262 A view of a deserted street in Castiglione d'Adda, near Lodi, northern Italy, 21 February 2020, where the mayor ordered the closure of municipal offices and the municipal library starting from 22 February. All recreational activities in the city have been interrupted on the day, media reported. The municipal waste collection center has been also closed. 'Considering the health emergency following the investigation of cases of coronavirus on the territory of Castiglione d'Adda and to protect the public safety', the mayor decided to close from 22 until 25 February also the schools of the city. 'All citizens of Castiglione d'Adda and Codogno are urged to stay at home as a precaution and avoid social contact,' is the invitation of the Councilor to the Welfare of Lombardy, after cases of the novel coronavirus have been reported in the area.  EPA-EFE/ANDREA FASANI
Auðar götur í bænum Castiglione d'Adda í Langbarðalandi, þar sem búið er að loka skólum og skrifstofum hins opinbera, aflýsa öllu samkomualdi og setja starfsemi veitingastaða strangar skorður Mynd: EPA-EFE - ANSA
COVID-19 kórónaveiran, sem orðið hefur á annað þúsund manns að fjörtjóni í Kína síðan í desember, virðist hafa borist til Norður-Ítalíu, þar sem sautján manns greindust með veiruna í dag og einn maður lést. Gripið hefur verið til aðgerða til að reyna að hamla útbreiðslu veirunnar. Enginn hinna smituðu hefur verið í Kína en sá fyrsti sem veiktist hitti nýverið mann, sem nýkominn var frá Kína. Sá greindist ekki með veiruna, en verið er að rannsaka hvort hann geti verið smitberi engu að síður.

Fimmtán greindust í Langbarðalandi og tveir í Venetóhéraði. Fimm hinna smituðu eru heilbrigðisstarfsfólk. Smit fyrstu sex sjúklinganna var staðfest í morgun, og aðeins nokkrum klukkustundum síðar bárust staðfestingar á ellefu smitum til viðbótar. Það var svo laust fyrir ellefu í kvöld að staðartíma, sem 78 ára gamall maður í Padúa lést af völdum COVID-19 veirunnar, fyrstur Ítala.

Skólum og veitingastöðum lokað, samkomum aflýst

Stjórnvöld á Ítalíu hafa gripið til þess ráðs að loka skólum, veitinga- og skemmtistöðum og almenningsgörðum í tíu smá bæjum í Langbarðalandi og Venetóhéraði, til að draga úr smithættu. Þá hefur kjötkveðjuhátíðum og öðrum fjöldasamkomum í bæjunum tíu verið aflýst og um 50.000 íbúar bæjanna hvattir til að halda sig sem mest heima hjá sér og forðast samneyti við aðra. Unnið er að því að skoða og taka sýni úr nokkur hundruð manns, sem átt hafa samskipti við hin smituðu undanfarna daga.

Þrjú smit-tilfelli höfðu áður greinst á Ítalíu, en það voru annars vegar tveir kínverskir ferðamenn í Róm og hins vegar ítölsk kona, sem flogið var heim frá Wuhan-borg.