Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

COVID-19: Fleiri ferðir felldar niður hjá Icelandair

10.03.2020 - 09:17
epa02747627 An SAS Airbus 330 aircraft takes off behind Iceland Airs stranded Boeing 757 aircraft named after the volcano Eyjafjallajokull parked at a remote stand at Arlanda airport north of Stockholm, Sweden, 23 May 2011. The Eyjafjallajokull aircraft is parked at Arlanda, not able to return home, since the ash cloud from the volcano Grimsvotn closed the airports on Iceland 22 May.  EPA/Johan Nilsson SWEDEN OUT
 Mynd: EPA - Scanpix Sweden
Icelandair, sem tilkynnti fyrir helgi að það ætlaði fella niður 80 flugferðir í mars og apríl vegna COVID-19, þarf að draga enn frekar úr framboði. Þetta er rakið til frekari samdráttar í eftirspurn og bókunum síðustu daga. Þessa ráðstafanir eru gerðar til draga úr áhættu og fjárhagslegum áhrifum á félagið.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Icelandair. „Ekki liggur fyrir að svo stöddu hversu mikið verður dregið úr flugáætlun félagsins, en 3.500 flug eru áætluð í mars og apríl,“ segir í tilkynningunni.

Endanleg breyting á framboði ræðst af því hvernig staðan þróast á næstu dögum og vikum.  Þegar niðurstaða liggur fyrir verður haft samband við farþega sem þegar eiga bókuð flug með félaginu. 

Í tilkynningu félagsins er haft eftir Boga Nils Bogasyni, forstjóra Icelandair, að útbreiðsla COVID-19 veirunnar hafi haft áhrif á ferðaplön viðskiptavina. „Heilsa og öryggi viðskiptavina og starfsmanna okkar er ávallt forgangsmál og um þessar mundir leggjum við gríðarlega mikla áherslu á reglulega upplýsingagjöf, aukna vöktun og uppfærslu verkferla.“

freyrgigja's picture
Freyr Gígja Gunnarsson
Fréttastofa RÚV