Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Conte með umboð til stjórnarmyndunar

29.08.2019 - 09:00
Erlent · Ítalía · Evrópa
epa07800597 A handout photo made available by the Quirinal Press Office shows Italian Prime Minister Giuseppe Conte (R) and Italian President Sergio Mattarella (L) during their meeting at the Quirinal Palace in Rome, Italy, 29 August 2019. Outgoing premier Giusppe Conte is set to get a fresh mandate to try to form a new government majority with the anti-establishment 5-Star Movement (M5S) and the centre-left Democratic Party (PD) replacing the M5S-League administration which nationalist League leader Matteo Salvini brought down earlier this month.  EPA-EFE/PAOLO GIANDOTTI / QUIRINAL PRESS OFFICE / HANDOUT  HANDOUT EDITORIAL USE ONLY/NO SALES
Sergio Mattarella, forseti Ítalíu (t.v.), heilsar Guiseppe Conte fyrir fund þeirra í morgun. Mynd: EPA-EFE - QUIRINAL PRESS OFFICE
Sergio Mattarella, forseti Ítalíu, veitti í morgun Giuseppe Conte forsætisráðherra umboð til að mynda nýja ríkisstjórn Fimmstjörnuhreyfingarinnar og Lýðræðisflokksins.

Búist er við að Conte fái nokkra daga til að ljúka stjórnarmyndun, en samkomulag náðist milli flokkanna í gærkvöld um stjórnarsamstarf. 

Conte varð forsætisráðherra í fyrra í stjórn Fimmstjörnuhreyfingarinnar og Bandalagsins en samstarf þeirra fór út um þúfur fyrr í þessum mánuði.