Sergio Mattarella, forseti Ítalíu (t.v.), heilsar Guiseppe Conte fyrir fund þeirra í morgun. Mynd: EPA-EFE - QUIRINAL PRESS OFFICE
Sergio Mattarella, forseti Ítalíu, veitti í morgun Giuseppe Conte forsætisráðherra umboð til að mynda nýja ríkisstjórn Fimmstjörnuhreyfingarinnar og Lýðræðisflokksins.
Búist er við að Conte fái nokkra daga til að ljúka stjórnarmyndun, en samkomulag náðist milli flokkanna í gærkvöld um stjórnarsamstarf.
Conte varð forsætisráðherra í fyrra í stjórn Fimmstjörnuhreyfingarinnar og Bandalagsins en samstarf þeirra fór út um þúfur fyrr í þessum mánuði.