Athugið þessi frétt er meira en 10 ára gömul.

Christopher Hitchens látinn

16.12.2011 - 06:23
Mynd með færslu
 Mynd:
Breski rithöfundurinn og blaðamaðurinn Christopher Hitchens lést í Texas í gær, 62 ára að aldri. Banamein hans var lungnabólga, en hann hafði lengi þjáðst af krabbameini í vélinda. Hitchens skrifaði 17 bækur og var afar virkur í sjónvarpsumræðu um málefni líðandi stundar.

Hitchens var mikill aðdáandi George Orwell og Thomas Jefferson, þriðja forseta Bandaríkjanna, og skrifaði um þá bækur. Hann var hins vegar ekki hrifinn af Henry Kissinger, Bill og Hillary Clinton og móður Teresu, eins og fram kemur í ritum hans um þau.

Hitchens var trúleysingi, og skrifaði bækur til höfuðs hégiljum og trúarkreddum. Þekktust þeirra er Guð er ekki mikill: Hvernig trúarbrögðin eitra allt, God is Not Great: How Religion Poisons Everything, sem kom út fyrir fjórum árum.