Chelsea og Leicester áfram en Tottenham leikur aftur

Mynd með færslu
 Mynd: Chelsea - Twitter

Chelsea og Leicester áfram en Tottenham leikur aftur

25.01.2020 - 19:25
Tíu leikir fóru fram í fjórðu umferð ensku bikarkeppninnar í fótbolta í dag. Chelsea er komið áfram í næstu umferð líkt og Leicester City en Tottenham Hotspur þarf að leika öðru sinni við Southampton eftir jafntefli liðanna í dag.

32 lið keppa í fjórðu umferð bikarsins og keppast við að komast í 16-liða úrslit keppninnar. Níu úrvalsdeildarlið voru á meðal þeirra tuttugu sem kepptu í bikarnum í dag. Leicester City fór áfram eftir 1-0 sigur á Brentford snemma dags en Patrik Sigurður Gunnarsson var varamarkvörður Brentford í leiknum.

Jóhann Berg Guðmundsson er enn frá vegna meiðsla hjá liði sínu Burnley sem féll úr leik eftir 2-1 tap á heimavelli fyrir Norwich City. West Ham United er úr leik eftir 1-0 tap fyrir West Bromwich Albion á heimavelli en Króatinn Slaven Bilic er fyrrum leikmaður og knattspyrnustjóri West Ham.

Newcastle United tókst þá ekki að skora hjá C-deildarliði Oxford United á heimavelli, þau skildu jöfn og leika að nýju á heimavelli Oxford. Sömu sögu er að segja af Tottenham sem mun leika á ný við Southampton. Son Heung-Min kom Tottenham í forystu snemma leiks en Sofiane Boufal tryggði Southampton annan leik með marki undir lok leiks. Tottenham mun því spila sinn fjórða leik í keppninni en liðið mætti Middlesbrough tvívegis í síðustu umferð.

Chelsea vann þá 2-1 sigur á B-deildarliði Hull City í kvöld og er komið áfram. Michy Batshuayi kom Chelsea yfir snemma leiks áður en Fikayo Tomori tvöfaldaði forystuna á 64. mínútu. Mark Pólverjans Kamil Grosicki fyrir Hull á 78. mínútu hleypti spennu í leikinn en 2-1 urðu þó lokatölur, Chelsea í vil.

Öll úrslit dagsins

Brentford (2) 0-1 Leicester City (1)
0-1 Kelechi Iheanacho (4‘)

Burnley (1) 1-2 Norwich City (1)
0-1 Grant Hanley (53‘)
0-2 Josip Drmic (57‘)
1-2 Erik Pieters (72‘)

Hull City (2) 1-2 Chelsea (1)
0-1 Michy Batshuayi (6‘)
0-2 Fikayo Tomori (64')
1-2 Kamil Grosicki (78')

Coventry City (3) 0-0 Birmingham City (2)

Millwall (2) 0-2 Sheffield Utd (1)
0-1 Muhamed Besic (63‘)
0-2 Oliver Norwood (84‘)

Newcastle United (1) 0-0 Oxford United (3)

Portsmouth (3) 4-2 Barnsley (2)
1-0 Ben Close (37‘)
2-0 John Marquis (45‘)
2-1 Cauley Woodrow (61‘)
3-1 Ronan Curtis (62‘)
4-1 Christian Burgess (78‘)
4-2 Conor Chaplin (91‘)

Reading (2) 1-1 Cardiff City (2)
0-1 Callum Paterson (5‘)
1-1 Yakou Meite (8‘)
Rautt spjald: Thomas McIntyre, Reading (81‘)

Southampton (1) 1-1 Tottenham Hotspur (1)
0-1 Heung-Min Son (58‘)
1-1 Sofiane Boufal (87‘)

West Ham United (1) 0-1 West Bromwich Albion (2)
0-1 Conor Townsend (9‘)
Rautt spjald: Semi Ajayi, West Brom (73‘)

(1) Enska úrvalsdeildin (e. Premier League)
(2) Næst efsta deild (e. Championship)
(3) C-deild (e. League One)

Leikir morgundagsins:

13:00 Manchester City (1) - Fulham (2)
15:00 Tranmere Rovers (3) - Manchester United (1)
17:00 Shrewsbury Town (3) - Liverpool (1)