Cardi B krefst greiðslu fyrir lag um Covid-19

Mynd með færslu
 Mynd:

Cardi B krefst greiðslu fyrir lag um Covid-19

18.03.2020 - 15:00
Bandaríska rappettan Cardi B hefur nú farið fram á að sér verði greidd þóknun eftir að rödd hennar var notuð í nýju lagi sem sem ber einfaldlega heitið Coronavirus. Lagið hefur ratað á topplista vestanhafs og er orðið vinsælt á samfélagsmiðlinum TikTok.

Í síðustu viku lýsti Cardi B áhyggjum sínum vegna heimsfaraldursins í myndskeiði sem hún deildi á Instagram í síðustu viku. Nokkrum dögum síðar stal framleiðandinn og plötusnúðurinn iMarkkeyz rödd hennar í myndskeiðinu til þess að nota í þetta nýja lag sem er innblásið af COVID-19.

 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 

I’ll make sure I say Hi to Santa Claus for yaaaa .Bitch shit just hit the fan !

A post shared by Cardib (@iamcardib) on

Lagið kom formlega út síðastliðinn föstudag 13. mars og var lent í níunda sæti á iTunes í gær. Eftir því sem vinsældir lagsins jukust fór það óhjákvæmilega að heyrast á samfélagsmiðlinum TikTok og víðar. Cardi sjálf heyrði loks lagið og eftir að það var spilað á klúbbi, deildi hún því með aðdáendum sínum að henni þætti vænt um að fá sinn hlut af því sem lagið er að græða. 

iMarkkeyz, framleiðandi lagsins, hefur eftir þetta staðfest að hann sé kominn í samband við Cardi B og hennar teymi þannig líklegt er að Cardi fái sínu framgengt og hún hefur meira að segja sjálf ýjað að því að mögulega verði gert tónlistarmyndband við lagið.

Tengdar fréttir

Tónlist

Cardi B deilir á fjölmiðla í nýju lagi