Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Camilla Stones - No Doubt og REO Speedwagon

Mynd með færslu
 Mynd: Rás 2

Camilla Stones - No Doubt og REO Speedwagon

18.10.2019 - 15:19

Höfundar

Gestur þáttarins að þessu sinni er tónlistarkonan Steinunn Camilla Stones sem í eina tíð söng með Nylon söngflokknum en rekur í dag umboðsskrifstofuna Iceland sync.

Plata þáttarins er Hi Infidelity með REO Spweedwagon frá árinu 1980.

Platan sem er níunda plata sveitarinnar sló í gegn á sínum tíma og náði fyrsta sæti bandaríska vinsældalistans auk þess að vera sú rokkplata sem seldist í flestum eintökum árið eftir, 1981 og seldist á endanum í tífaldri platínu. Hefur í dag selst í meira en 10 milljónum eintaka í bandaríkjunum einum.

Það voru fjögur lög af plötunni gefin út á smáskífum og þar af náði eitt (Take it on the run) í 5. sæti smáskífulistans í bandaríkjunum og annað, Keep on loving you, fór alla leið á toppinn.

REO Speedwagon (upphaflega skrifað; R.E.O. Speedwagon) er rokkband frá bænum Champaign í Illinois, stofnað 1967 og er enn starfandi. Bandið öðlaðist vinsældir jafnt og þétt eftir því sem leið á áttunda áratuginn, en svo sló það algjörlega í gegn með Hi Infidelity sem er ein af þessum stóru rokkplötum í sögunni sem seldust gríðarlega en eru ekki hátt skrifaðar af gagnrýnendum yfirleitt.

Titill plötunnar er orðaleikur þar sem fyrirmyndin er high fidelity (HI-FI) sem þýðir afburða gott hljóð og framan á plötunni sést maður vera að setja plötu á plötuspilara. Infidelity þýðir yfirleitt svik í ástum, framhjáhald þannig að High Infidelity þýðir eflaust mikið af óheiðarleika og svikum.

Síðasta plata REO Speedwagon er jólaplatan Not so silent night… Christmas with REO Speedwagon og þar flytur sveitin öll helstu jólalögin með sínu nefi.

Sveitin heitir eftir REO Speed Wagon sem er vörubíll sem kynntur var til sögunnar 1915 og er fyrirrennari nútíma pallbílsins. Hann heitir REO vegna þess að sá sem hannaði hann hét Ransom Eli Olds og á þeim tíma þótti þessi Speedwagon fara ansi hratt.

Óskalagasíminn verður opnaður (5687-123) um kl. 20 og A+B er svo að þessu sinni með sænsky hljómsveitinni The Cardigans.

Þetta var spilað í kvöld:
200.000 Naglbítar - Enginn veit enginn sér
The Subways - Rock´n roll queen
REo Speedwagon - Don´t let him go (plata þáttarins)
Fræbbblarnir - Gbgb´s
PJETUR ST. ARASON Á LÍNUNNI FRÁ NESKAUPSSTAÐ
DDT Skordýraeitur - Sveinn Andri
The Enterpreneurs - It strikes again love
Uriah Heep - Sweet Lorraine
Pearl Jam - Alive
SÍMATÍMI
Dr. Spock - Skítapakk
Duran Duran - Planet Earth (óskalag)
Whitesnake - Still of the night (óskalag)
The Darkness - Rock´n roll deserves to die
REO Speedwagon - Tough guys (plata þáttarins)
Skálmöld - Álfheimur (óskalag)
AC/DC - Dog eat dog
STEINUNN CAMILLA STONES GESTUR FÜZZ
Janis Joplin - Summertime
STEINUNN II
No Doubt - Just a girl
STEINUNN III
No Doubt - Sunday morning
Fatso Jetson - Light yourself on fire (óskalag)
Robin Trower - Day of the eagle (óskalag)
Beatles - I feel fine
Dúkkulísurnar - Þú ert svo ótrúlega leiðinleg
REO Speedwagon - Take it on the run (plata þáttarins)

Tengdar fréttir

Tónlist

Una Stef - Beatles - Arcade Fire og Tornados

Tónlist

Bibbi - Bad Religion og Manics

Tónlist

Svanhildur Hólm, Maiden, Cult og Nirvana

Tónlist

Eyþór Ingi, Jeff Buckley og CCR