Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Búist við að Sinn Féin fái flest atkvæði

08.02.2020 - 11:55
epa08193409 (L-R) Fianna Fail leader Micheal Martin, Fine Gael leader Leo Varadkar and Sinn Fein President Mary Lou McDonald during the final TV leaders' debate at the RTE studios in Donnybrook, Dublin, Ireland, 04 February 2020. The Irish electorate will go to the poll this 08 February.  EPA-EFE/Niall Carson / POOL
Frá vinstri: Micheal Martin, leiðtogi Fianna Fail, Leo Varadkar, leiðtogi Fine Gael og Mary Lou McDonald, leiðtogi Sinn Fein.  Mynd: EPA-EFE - PA POOL
Írar ganga að kjörborðinu í dag og kjósa sér nýtt þing. Skoðanakannanir benda til þess að Sinn Féin fái flest atkvæði. Hinir stóru flokkarnir tveir, Fine Gael og Fianna Fáil, útiloka báðir samstarf við hann eftir kosningar.

Leo Varadkar, forsætisráðherra Írlands og leiðtogi Fine Gael, vonast til að leiða ríkisstjórn áfram næsta kjörtímabil. Flokkurinn hefur farið með stjórnartaumana á Írlandi frá árinu 2011. Skoðanakannanir benda til þess að flokkurinn fái minna fylgi en helstu keppinautarnir Fianna Fail og Sinn Féin. Fine Gael er spáð 20 próenta fylgi, Sinn Féin 25 prósent og Fianna Fail 23 prósent.

AFP hefur eftir nokkrum kjósendum í morgun að þeir vonist eftir breytingum. Fine Gael og Finanna Fail hafi stjórnað landinu í langan tíma. 

 

Nýtt þing kemur saman 20. febrúar. 160 þingmenn sitja á írska þinginu að meðtöldum þingforseta. Hann greiðir yfirleitt ekki atkvæði og því þarf ríkisstjórn 80 þingmenn til þess að halda meirihluta. Ekki þykir líklegt að einn flokkur fái hreinan meirihluta í þinginu og því verður önnur samsteypustjórn líklega niðurstaðan.  

Kjörfundi lýkur klukkan 22 í kvöld. Talning atkvæða hefst svo í öllum 39 kjördæmunum klukkan níu í fyrramálið.