Athugið þessi frétt er meira en 6 ára gömul.

Búið að semja - Netflix kemur til Íslands

27.02.2015 - 15:50
Mynd með færslu
 Mynd:
Sam film hefur náð samningum við afþreyingarfyrirtækið Netflix og er gert ráð fyrir að opnað verði fyrir þjónustu þess seint á þessu ári. Árni Samúelsson, forstjóri Sam Film staðfesti þetta við fréttastofu.

Talið er að hér á landi séu allt að 20 þúsund íslensk heimili tengd efnisveitunni Netflix, sem er netþjónusta, þar sem hægt er að horfa á ókjörin öll af kvikmyndum og sjónvarpsþáttum.

Þáttaröðin House of Cards, sem hefur verið á dagskrá RÚV við talsverðar vinsældir var til dæmis framleidd fyrir Netflix og í dag verður þriðja þáttaröðin sett inn á Netflix. Fyrsti þáttur verður á dagskrá RÚV á mánudag. Og þar liggur munurinn - allir þættirnir eru settir á netið í einu og fólk ræður þannig sjálft hvenær það horfir á þá. 

Árni segir að Netflix sé með margt á prjónunum og að fyrirtækið sé að auka framleiðslu sína, aðallega á sjónvarpsþáttum. Allt efni sem Netflix fái frá Sam film verði með íslenskum texta. 

[email protected]