
Búið að sækja um flugrekstrarleyfi fyrir WAB
Sveinn var í hagdeild WOW Air og sat jafnframt í framkvæmdastjórn félagsins.
„Við erum búnir að sækja um flugrekstrarleyfi og erum vel undirbúnir,” segir Sveinn. Spurður hvenær þeir ætli að ráða til sín starfsfólk og hvort það verði íslenskt eða erlent svarar hann: „Við erum íslenskt félag með íslenska kennitölu og flugrekstrarleyfi og ætlum að vera með íslenskt starfsfólk. Við munum byggja mikið á því góða fólki sem við höfum unnið með í gegn um tíðina.”
25 prósent WAB air verður í eigu félagsins Neo. Það er í eigu Arnars Más Magnússonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra flugrekstrarsviðs WOW, Boga Guðmundssonar, lögmanns hjá Atlantik Legal Services og stjórnarformanns BusTravel, og Þórodds Ara Þóroddssonar, ráðgjafa í flugvélaviðskiptum, og Sveins Inga.
75 prósenta hlutur er í eigu írsks fjárfestingarsjóðs, Avianta Capital, sem hefur skuldbundið sig til að tryggja félaginu 40 milljónir dala, eða um fimm milljarða króna, í nýtt hlutafé. Fjáfrestingasjóðurinn er í eigu í eigu Aislinn Whittley-Ryan, dóttur eins stofnenda flugfélagsins Ryanair.