Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Brynhildur Guðjónsdóttir leikstýrir Makbeð

Mynd með færslu
 Mynd: Borgarleikhúsið

Brynhildur Guðjónsdóttir leikstýrir Makbeð

27.02.2020 - 15:48

Höfundar

Brynhildur Guðjónsdóttir, leikhússtjóri Borgarleikhússins, leikstýrir einu þekktasta leikriti Shakespeares, Makbeð, sem áætlað er að frumsýna á Stóra sviði Borgarleikhússins haustið 2021.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Borgarleikhúsinu. Stutt er síðan Brynhildur leikstýrði síðast leikverki eftir Shakespeare, en það var Ríkharður þriðji og fyrir uppsetninguna fékk hún Grímuverðlaunin sem leikstjóri ársins árið 2019.

„Ég er mjög spennt fyrir því að halda áfram á þeirri vegferð sem ég hef verið á sem leikstjóri, að vinna með texta og verk klassísku leikskáldanna,“ segir Brynhildur í tilkynningu Borgarleikhússins. „Við lögðum upp með að fara óhefðbundar leiðir með Ríkharð III og hugmyndin er að gera slíkt hið sama með Makbeð.“ Hún leikstýrir sem stendur Vanja frænda eftir Anton Tsjekhov á fjölum Borgarleikhússins.

Brynhildur Guðjónsdóttir var ráðin Borgarleikhússtjóri um miðjan febrúar. Hún tók við starfinu af Kristínu Eysteinsdóttur.

 

Tengdar fréttir

Menningarefni

Brynhildur Guðjóns ráðin borgarleikhússtjóri

Leiklist

Borgarleikhússtjóri óskar eftir því að hætta fyrr

Leiklist

Gamalt, ryðgað skilti

Menningarefni

Ríkharður III sópaði að sér Grímum