Brú yfir Eyjafjarðará í útboð

21.10.2019 - 11:00
Mynd með færslu
 Mynd: Bjarni Rúnarsson - RÚV
Bæjarráð Akureyrar hefur samþykkt að hefja útboðsferli fyrir brú yfir Eyjafjarðará. Brúarsmíðin átti upphaflega að hefjast nú í haust en því var frestað og olli það töluverðu fjaðrafoki meðal hestamanna og útivistarfólks á Akureyri.

Sigfús Ólafur Helgason, framkvæmdastjóri Hestamannafélagsins Léttis á Akureyri, fagnar ákvörðun bæjarráðs. „Það er gríðarlegt fagnaðarefni að bæjaryfirvöld skuli hafa tekið þessa ákvörðun. Við höfum lagt áherslu á að farið verði í framkvæmdir eins fljótt og auðið er svo brúin verði klár áður en það fer að vora,“ segir Sigfús. 

Bæjarráð hefur nú samþykkt að brúarsmíðin verði boðin út. Jafnframt hefur bæjarráð falið bæjarstjóra að ræða við forsvarsmenn Landsnets, Vegagerðarinnar og Isavia um aðkomu að framkvæmdinni. 

Brúin verður á vinsælu útivistarsvæði jafnt bæði gangandi vegfarenda, hjólreiðafólks og hestamanna og er engin bílaumferð á svæðinu. 

Óðinn Svan Óðinsson
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi