Brot á meðal vinsælustu þátta á Netflix víða um heim

Mynd með færslu
 Mynd: RÚV

Brot á meðal vinsælustu þátta á Netflix víða um heim

18.03.2020 - 16:42

Höfundar

Íslensku spennuþættirnir Brot voru frumsýndir á Netflix í vikunni og njóta nú vinsælda víða um heim.

Efnisveitan Netflix hóf sýningar á íslensku spennuþáttunum Brot, eða Valhalla Murders, á heimsvísu 13. mars. Þeir virðast hafa vakið talsverða athygli því þættina má sjá á listum yfir vinsælasta sjónvarpsefni efnisveitunnar í fjölda landa.

Þættirnir voru um tíma vinsælasta efnið á Netflix í Hollandi en þegar þetta er skrifað eru þeir í 2. sæti. Þeir voru í 2. sæti í bæði Svíþjóð og Noregi en eru nú í 3. sæti í báðum löndum. Í Póllandi og á Spáni eru þeir í 4. sæti og í því 5. í Nýja-Sjálandi og því 6. á Ítalíu. Í Frakklandi, Tyrklandi, Kanada og Brazilíu eru þættirnir svo í 8. sæti. Þættina mátti einnig finna í 8. sæti Netflix í Bandaríkjunum en hafa vikið fyrir öðru sjónvarpsefni þegar þetta er skrifað.

Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Nína Dögg Filippusdóttir fer með eitt aðalhlutverka í þáttunum.

Tilkynnt var um að þáttunum yrði dreift á heimsvísu á Netflix í upphafi árs 2019. Samningurinn við efnisveituna var tímamótasamningur en hann gerði það að verkum að um helmingur fjármögnunar þáttanna kom erlendis frá, í gegnum Netflix og frekari sölu á þeim.

Tengdar fréttir

Sjónvarp

„Upphafshugmyndin er ofboðslega barnaleg“

Kvikmyndir

„Við töluðum ekki um að við værum mæðgin“

Tónlist

Sjá fyrir sér aðra þáttaröð Valhalla Murders

Sjónvarp

Netflix setur milljónir í íslenska glæpaþætti