Athugið þessi frétt er meira en 7 ára gömul.

British Airways aftur til Íslands

07.05.2015 - 14:50
Keflavíkurflugvöllur. Mynd: ISAVIA
 Mynd: ISAVIA/Oddgeir - ISAVIA
Breska flugfélagið British Airways ætlar að hefja flug til Íslands að nýju, eftir nokkurt hlé. Þetta kemur fram á vefnum turisti.is. Þar segir að félagið muni bjóða upp á reglulegar ferðir milli Íslands og Lundúna frá og með 25. október.

Flogið verði alla miðvikudaga, föstudaga og sunnudaga og fara vélarnar í loftið frá Keflavík klukkan hálf fjögur seinni partinn og lenda við Heathrow flugvöll rétt um kvöldmatarleytið. 

Þetta verður ekki í fyrsta skipti sem British Airways flýgur til Íslands því félagið var til að mynda nokkuð umsvifamikið í Íslandsflugi á áttunda áratugnum og bauð einnig upp á reglulegar ferðir héðan til Gatwick flugvallar á árunum 2006 til 2008, að því er fram kemur á turisti.is.

johann's picture
Jóhann Bjarni Kolbeinsson
Fréttastofa RÚV