Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Breyttar ferðir Strætó vegna veðurs í kvöld

24.01.2020 - 14:50
Mynd með færslu
 Mynd: Eggert Þór Jónsson - RÚV
Vegna veðurútlits hefur Strætó ákveðið að gera ráðstafanir vegna síðustu ferða leiða númer 51, 52 og 57 í kvöld. Leið 57 frá Mjódd í Borgarnes fer klukkan 22:00 í stað 23:00. Óvissa er um brottför leiðar 51 frá Mjódd til Selfoss klukkan 23:00, sem og leið 52 frá Hveragerði klukkan 22:12.

Búist er við austan og norðaustan hvassviðri eða stormi með snjókomu eða éljum um landið sunnan- og vestanvert í nótt. Veður ætti vera orðið skaplegt sunnantil í fyrramálið þegar dregur úr vindi, en áfram verður hvasst á norðvestanverðu landinu á morgun. 

Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV