Athugið þessi frétt er meira en 6 ára gömul.

„Bráðnauðsynlegt að samþykkja vissa þætti“

06.12.2016 - 12:11
Mynd með færslu
 Mynd: Óðinn Jónsson - Morgunvaktin
Mikilvægt er að alþingi nái að samþykkja mikilvægustu hluta fjárlaga fyrir áramót svo unnt verði að geriða út laun opinberra starfsmanna. Þetta segir fyrrverandi efnahags- og viðskiptaráðherra. Fjárlagafrumvarpið verður kynnt í dag.

 

Fjárlagafrumvarp ársins 2017 verður lagt fram í dag og kynnt fjölmiðlum á fundi í fjármálaráðuneytinu sem hefst laust fyrir klukkan þrjú í dag.
Fyrrverandi efnahags- og viðskiptaráðherra segir bráðnauðsynlegt að mikilvægustu hlutar frumvarpsins verði afgreiddir fyrir áramót svo unnt verði að greiða ríkisstarfsmönnum laun.

Trúnaður ríkir um efni frumvarpsins þar til það verður lagt fram á Alþingi klukkan fjögur síðdegis. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra leggur fram frumvarpið sem er að mestu byggt á fjármálaáætlun ríkisins til næstu fjögurra ára sem samþykkt var á Alþingi í haust.

Gylfi Magnússon, prófessor í hagræði við Háskóla Íslands, var efnahags- og viðskiptaráðherra um tæplega tveggja ára skeið. 

„Svona staða hefur ekki verið uppi lengi. Það þarf örugglega að fara aftur á áttunda eða níunda áratug síðustu aldar til að finna eitthvað hliðstætt. Það þarf að leggja fram og samþykkja fjárlagafrumvarp en það er ekki komin ný ríkisstjórn og sú ríkisstjórn sem að situr - hún hefur ekki meirihluta. “

Venjulega endurspegli fjárlögin pólitískar áherslur þingflokkanna sem mynda meirihluta á alþingi. 

„En það getur auðvitað ekki gerst núna. Það verður að leggja fram fumvarp og síðan verða hinir ýmsu þingflokkar sem að sitja á Alþingi að mynda einhvers konar meirihluta um einstök atriði og frumvarpið í heild. Alla vega þangað til að það kemur í ljós hvort að það er hægt að mynda stjórn sem að getur gert einhverjar breytingar sem að nýr stjórnarmeirihluti telur æskilegar frumvarpinu en það verður mjög lítill tími til þess.

Fréttamaður:  „Eru einhverjar líkur á því að það náist að samþykkja fjárlögin fyrir áramót? Já, það er allt mögulegt og það þarf raunar bráðnauðsynlega að samþykkja einhverja heimild til þess að það sé nú bara hægt að greiða laun og önnur útgjöld hins opinbera um og eftir áramótin. Þannig að það verður nú nær örugglega gert. Ég held að það sé mjög erfitt að sjá fyrir sér einhverja sviðsmynd sem að tryggir nú ekki að minnsta kosti það. Ef að það kemur ný ríkisstjórn, jafnvel þótt það taki einhverjar vikur í viðbót, en ef hún kemur fyrir áramót þá myndi nú væntanlega sú ríkisstjórn ganga í það með miklum hraða, að gera þær breytingar sem að hún telur æskilegar og keyra svo frumvarpið í gegn og ég gæti ekki ímyndað mér annað en að stjórnarandstaðan myndi nú ekki þvælast mjög mikið fyrir þeirri vinnu, enda væri það mjög sérkennilegt ef að menn ætluðu að bera ábyrgð á því að það væri ekki hægt að greiða laun ríkisstarfsmanna um áramótin. “

 

Mariash's picture
María Sigrún Hilmarsdóttir
Fréttastofa RÚV