Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Bouteflika segir af sér

02.04.2019 - 19:17
epa07480943 (FILE) - Algerian President Abdelaziz Bouteflika gestures during the commemorations of the 67th anniversary of the Setif massacre, in Setif, 300 km south Algiers, Algeria, 08 May 2012 (reissued 02 April 2019). According to official media reports late 02 April 2019, Bouteflika has announced his resignation. after weeks of popular mobilisation against his rule and his intention to run for a fifth term in the upcoming presidential elections. Mr. Bouteflika withdrew from running for a new term but canceled Algeria's presidential election, which had been set for April 18.  EPA-EFE/MOHAMED MESSARA
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Abdelaziz Bouteflika, forseti Alsír, sagði óvænt af sér embætti í kvöld en búist var við að hann myndi sitja áfram, í það minnsta út þennan mánuð. Alsírskir miðlar greina frá þessu en Bouteflika hafði boðað miklar breytingar á ríkisstjórn sinni, en almenningur í Alsír hefur síðustu mánuði kallað eftir afsögn forsetans.

Afsögn forsetans tekur gildi í dag en einn af æðstu yfirmönnum hersins krafðist þess fyrr í dag að rannsókn hæfist strax á embættisglöpum Boutaflika. Hann átti því fáa aðra kosti en að fara frá strax. 

Til stóð að forsetakosningar færu fram í Alsír í þessum mánuði. Þegar forsetinn tilkynnti í febrúar að hann ætlaði sér að vera við völd fimmta kjörtímabilið í röð, hófust mótmælafundir en milljónir hafa komið saman á götum borga og bæja í landinu síðan og krafist afsagnar. Bouteflika er 82 ára og hefur glímt við veikindi síðustu ár, en hann fékk heilablóðfall fyrir sex árum og lítið komið fram opinberlega síðan.