Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Borrell ræðir við tyrkneska ráðamenn

epa08224030 European High Representative of the Union for Foreign Affairs, Josep Borrell gives a press conference at the end of a European foreign affairs council in Brussels, Belgium, 17 February 2020.  EPA-EFE/STEPHANIE LECOCQ
Josep Borrell, utanríkismálarstjóri Evrópusambandsins. Mynd: EPA-EFE - EPA
Josep Borrell, utanríkismálastjóri Evrópusambandsins, hélt í morgun til Tyrklands til að ræða við ráðamenn þar um stríðið í Sýrlandi og málefni flóttamanna. Með honum í för er Janez Lenarcic, sem hefur umsjón með mannúðaraðstoð á vegum sambandsins.

Evrópusambandið hefur lýst yfir áhyggjum af ástandinu í Idlib-héraði í Sýrlandi og þeirri ákvörðun Tyrkja að hindra ekki lengur för flóttamanna og hælisleitenda á leið til Evrópu. Þegar hafa flóttamenn í Tyrklandi reynt að komast yfir til Grikklands.

Að loknum viðræðum í Tyrklandi ætlar Borrell að sitja fund utanríkisráðherra Evrópusambandsins í Zagreb á fimmtudag og föstudag. Lenarcic ætlar hins vegar að kynna sér aðstæður í flóttamannabúðum í Tyrklandi.