Boris Johnson til fundar við drottninguna

13.12.2019 - 12:43
epa08068393 Prime Minister Boris Johnson is greeted by the Queen's Equerry-in-Waiting Lieutenant Colonel Charles Richards as he arrives at Buckingham Palace, London, Britain 13 December 2019 for an audience with Queen Elizabeth II after the Conservative Party was returned to power in the General Election with an increased majority.  EPA-EFE/Victoria Jones / POOL
 Mynd: EPA-EFE - PA POOL
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, fór nú fyrir hádegi á fund Elísabetar Englandsdrottningar til að óska eftir umboði til að mynda nýja ríkisstjórn. Breski Íhaldsflokkurinn vann öruggan sigur í þingkosningum í Bretlandi í gær.

Tónninn var sleginn strax þegar útönguspár voru birtar klukkan tíu í gærkvöld. Þær bentu til yfirburðasigurs Íhaldsflokksins, sem svo rættist þegar líða tók á nóttina. Íhaldsmenn unnu þónokkur gallhörð vígi Verkamannaflokksins.

„Þetta er ein af stóru fréttum kvöldsins,“ sagði fréttaþulur BBC laust fyrir miðnætti, þegar ljóst var að Íhaldsmenn fengju meirihuta í Blythe Valley, sem hefur verið nánast eyrnamerkt Verkamannaflokknum áratugum saman. Upptökuna má sjá í spilaranum hér að neðan. 

Fyrir Boris Johnson, formanni Íhaldsflokksins, vakti að ná meirihluta á þinginu og það tókst svo um munaði. Flokkurinn fékk 364 þingsæti, og bætti við sig hátt í 50 þingsætum. Enda var Johnson var sigurreifur þegar hann ávarpaði stuðningsfólk sitt í morgun. 

Sigur Íhaldsflokksins er sögulegur, það þarf að fara aftur til ársins 1970 til að finna betri árangur flokksins í prósentum talið. 

Það er sömuleiðis sögulegt, tap Verkamannaflokksins í kosningunum. Flokkurinn tapaði hátt í sextíu þingsætum og það þarf að fara áratugi aftur í tímann til að finna viðlíka slæman árangur flokksins. Enda boðaði formaður flokksins, Jeremy Corbyn, afsögn sína á næstunni, hann ætli ekki að leiða flokkinn í næstu kosningum. 

Skoski þjóðarflokkurinn endurheimti sinn fyrri styrk að mestu leyti í kosningunum í gær, bætti við sig þrettán þingsætum. Frjálslyndum demókrötum mistókst að auka fylgi sitt og leiðtogi þeirra, Jo Swinson, missti þingsæti sitt til ríflega tólf ára. 

Óvinsælasti leiðtogi stjórnarandstöðunnar

Fréttaskýrendur nefna einkum tvær ástæður fyrir stórsigri Íhaldsflokksins og hrakförum Verkamannaflokksins. 

„Það er skýr og einfaldur boðskapur Johnsons um að klara Brexit og svo vantraust á Jeremy Corbyn. Enginn leiðtogi stjórnarandstöðu hefur nokkru sinni mælst jafn óvinsæll og Corbyn,“ sagði Bogi Ágústsson, fréttamaður í hádegisfrétutm RÚV. 

Fyrir hádegi fór Boris Johnson til Buckinghamhallar til fundar við Elísabetu Englandsdrottningu. Þar óskaði hann eftir umboði til að mynda nýja ríkisstjórn. 

 

Birta Björnsdóttir
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi