Boris Johnson sendir öllum Bretum bréf

29.03.2020 - 09:15
epa08329377 A handout photo made available by n10 Downing street shows Britain's Prime Minister, Boris Johnson chairing the morning Covid-19 Meeting after self isolating after testing  positive for the Coronavirus in n10 Downing street in London, Britain 27 March 2020.  EPA-EFE/ANDREW PARSONS/DOWNING STREET HANDOUT This image is for Editorial use purposes only. The Image can not be used for advertising or commercial use. The Image can not be altered in any form. Credit should read Andrew Parsons/n10 Downing street. HANDOUT EDITORIAL USE ONLY/NO SALES
 Mynd: EPA-EFE - DOWNING STREET HANDOUT
Ástandið vegna kórónuvírusins á eftir að verða verra, áður en það byrjar að batna. Þetta er meðal þess sem stendur í bréfi sem Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, sendi til allra landsmanna í pósti. Forsætisráðherrann er sjálfur greindur með veiruna, en sinnir starfi sínu að heiman.

Í bréfinu hvetur hann landsmenn alla til að fara að fyrirmælum stjórnvalda og halda sig heima. Smitist of margir ráði heilbrigðiskerfið ekki við álagið. 

Í póstsendingunni frá forsætisráðherranum fylgir einnig með bæklingur þar sem listaðar eru upp nýjar reglur stjórnvalda varðandi samkomur og útivist í landinu, auk upplýsinga um veiruna, einkenni hennar og heilbrigðisstofnanir. 

Útgöngubann tók gildi í Bretlandi í byrjun vikunnar en í bréfi forsætisráðherrans segir einnig að enn strangari reglur gætu verið settar á í landinu gerist þess þörf.

Bréfið verður sent á 30 milljónir heimila í Bretlandi. 

17.089 smit hafa nú greinst í Bretlandi og 1.019 hafa látist. 

 

Fréttin hefur verið uppfærð með nýjum tölum fjölda látinna í Bretlandi. 

Birta Björnsdóttir
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi