Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Boris Johnson missir meirihlutann á þinginu

03.09.2019 - 14:57
epa07813291 British Prime Minister, Boris Johnson delivers a statement outside 10 Downing street in Westminster, central London, Britain, 02 September 2019. Britain's Prime Minister Boris Johnson has said Britain must leave the EU on 31 October, with or without a deal, prompting a number of British Members of Parliament to unite to try to prevent leaving without an agreement as Parliament assembles on 03 September 2019.  EPA-EFE/NEIL HALL
 Mynd: Neil Hall - EPA
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, varð fyrir miklu áfalli á breska þinginu í dag þegar Phillip Lee, þingmaður Íhaldsflokksins, gekk til liðs við Frjálslynda demókrata í stjórnarandstöðunni. Þar með hefur Johnson ekki lengur meirihluta á breska þinginu. Lee sagði í yfirlýsingu að hann teldi leiðina sem ríkisstjórn Johnson hefði valið í Brexit vera skaðlega.

Það er aldrei neinn skortur á dramatík í breskum stjórnmálum. Johnson var að flytja ræðu um fund G7-ríkjanna á breska þinginu þegar Phillip Lee stóð upp úr sæti sínu og gekk yfir til stjórnarandstöðunnar. 

Í framhaldinu sendi hann frá sér yfirlýsingu þar sem hann sagðist hafa gengið til liðs við Íhaldsflokkinn fyrir 27 árum. „Flokkurinn sem ég ge kk til liðs við þá er ekki sami flokkur og ég yfirgef núna.“ Ríkisstjórnin væri að stofna heiðri Bretlands í hættu og grafa undan efnahag landsins, lýðræði og hlutverki þess í heiminum. 

Allt hefur nötrað í breskum stjórnmálum eftir að Boris Johnson ákvað að framlengja þingfrestun fram í miðjan október.  Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, vill leggja fram frumvarp til að koma í veg fyrir samningslausa útgöngu Breta úr Evrópusambandinu, Brexit, í lok október.  Johnson og Corbyn tókust á um frumvarpið á þinginu í dag.

Johnson kallaði tillöguna uppgjöf og að Bretland yrði reiðubúið að yfirgefa Evrópusambandið án samkomulags.  Hans heitasta ósk væri að koma af leiðtogafundi Evrópusambandsins með samkomulag í farteskinu. Það eina sem gæti komið í veg fyrir það væri ef þingmenn samþykktu tillögu Corbyns.

Corbyn gagnrýndi orðræðu Johnsons og fordæmdi allt tal um uppgjöf. „Við erum ekki að gefast upp af því að við eigum í stríði við Evrópu. Þeir eru vinir okkar.“ Hann sagði ríkisstjórn Johnson skorta allt siðferði og frá og með deginum í dag skorti hana meirihluta. Fram kom í breskum fjölmiðlum að Johnson hefði hótað því að vísa þeim þingmönnum úr Íhaldsflokknum sem tækju þátt í því að reyna stöðva útgöngu Breta úr ESB án samnings.

Verði tillagan samþykkt aukast líkurnar á því að Boris Johnson verði að boða til kosninga. Það þrátt fyrir að hann hafi sagt við blaðamenn í gær að hann vildi ekki kosningar og að þjóðin vildi ekki kosningar.

 

freyrgigja's picture
Freyr Gígja Gunnarsson
Fréttastofa RÚV