Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Boris Johnson með kórónuveiruna

27.03.2020 - 11:35
epa08326125 (FILE) British Prime Minister Boris Johnson speaks during a news conference inside 10 Downing Street in London, Britain, 12 March 2020 (reissued 27 March 2020). According to reports, British Prime Minister Boris Johnson was tested positive for coronavirus COVID-19. Johnson is on home quarantine but continues to work.  EPA-EFE/FACUNDO ARRIZABALAGA / POOL
 Mynd: EPA-EFE - EPA POOL
Forsætisráðherra Bretlands, hefur verið greindur með kórónaveiruna. Hann greindi frá þessu á Twitter síðu sinni fyrir skemmstu.

 

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, segist með væg einkenni, hita og hósta, og hafi því eftir ráðleggingum lækna tekið próf sem sýndi hann greindan með Covid-19. Hann sé því í sóttkví, vinni að heiman,  það sé það eina rétta í stöðunni. 

Johnson segist þó fullfær um að halda áfram að sinna embættisskyldum sínum sem forsætisráðherra Bretlands. 

Útgöngubann er í gildi þar í landi, og á 12 þúsund hafa greinst með smit. 

Birta Björnsdóttir
Fréttastofa RÚV