Borgarholtsskóli í úrslit Gettu betur eftir bráðabana

Mynd með færslu
 Mynd: RÚV

Borgarholtsskóli í úrslit Gettu betur eftir bráðabana

28.02.2020 - 20:59
Borgarholtsskóli er kominn í úrslit Gettu betur, spurningakeppni framhaldsskólanna, en liðið lagði FÁ að velli eftir bráðabana í kvöld. Borgarholtsskóli hefur einu sinni unnið keppnina, fyrir 15 árum, og komst síðast í úrslit 2014

Jafnt var eftir að allar spurningar höfðu verið bornar upp, 24-24. Því þurfti að grípa til bráðabana þar sem það lið vinnur sem fyrr svarar tveimur spurningum.

Það fór svo að Borgó vann 28-24 eftir að hafa svarað tveimur spurningum rétt í röð.

MR og Kvennó mætast í undanúrslitunum í næstu viku og úrslitin fara svo fram í Austurbæ 13.mars.