Elín, ýmislegt eftir Kristínu Eiríksdóttur kom út í Bandaríkjunum á árinu í þýðingu Larissu Kyzer hjá útgáfunni Amazon Crossing.
Bókin er á að mati Library Journal, fagtímarits bandarískra bókasafna, á meðal bestu heimsbókmennta ársins sem komið hafa út í Bandaríkjunum árið 2019. Á listanum er að finna 10 þýddar skáldsögur, þar á meðal skáldsögu Javier Marías, Berta Isla, og Yoko Ogawa, The Memory Police.
Í umsögn Library Journal segir að bók Kristínar, sem heitir A Fist or a Heart í enskri þýðingu, sé lýrísk, átakanleg og sláandi, líkt og hnefahögg beint í hjartastað.
Elín, ýmislegt kom út 2017 og er önnur skáldsaga Kristínar Eiríksdóttur. Fyrir bókina hlaut hún bæði Fjöruverðlaunin og Íslensku bókmenntaverðlaunin.