Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Bók Kristínar á meðal bestu heimsbókmennta ársins

Mynd með færslu
 Mynd: cc

Bók Kristínar á meðal bestu heimsbókmennta ársins

20.11.2019 - 11:16

Höfundar

Bók Kristínar Eiríksdóttur, Elín, ýmislegt, er á meðal bestu þýddu skáldverka ársins að mati fagtímarits bandarískra bókasafna.

Elín, ýmislegt eftir Kristínu Eiríksdóttur kom út í Bandaríkjunum á árinu í þýðingu Larissu Kyzer hjá útgáfunni Amazon Crossing. 

Bókin er á að mati Library Journal, fagtímarits bandarískra bókasafna, á meðal bestu heimsbókmennta ársins sem komið hafa út í Bandaríkjunum árið 2019. Á listanum er að finna 10 þýddar skáldsögur, þar á meðal skáldsögu Javier Marías, Berta Isla, og Yoko Ogawa, The Memory Police.

Í umsögn Library Journal segir að bók Kristínar, sem heitir A Fist or a Heart í enskri þýðingu, sé lýrísk, átakanleg og sláandi, líkt og hnefahögg beint í hjartastað.

Elín, ýmislegt kom út 2017 og er önnur skáldsaga Kristínar Eiríksdóttur. Fyrir bókina hlaut hún bæði Fjöruverðlaunin og Íslensku bókmenntaverðlaunin.

Tengdar fréttir

Bókmenntir

Kafar dýpra í nýrri ljóðabók

Bókmenntir

Þakkarræða Kristínar Eiríksdóttur

Bókmenntir

Áslaug, Kristín og Unnur fá bókmenntaverðlaunin

Bókmenntir

„Ég hélt að þessi saga yrði ekki dramatísk“