Athugið þessi frétt er meira en 6 ára gömul.

Böðuðu sig á bílaþvottaplani á Egilsstöðum

08.07.2016 - 10:39
Mynd með færslu
 Mynd: Garðar Valur Hallfreðsson
„Það reyndu einhverjir að veita þeim tiltal, en þá veifaði annar þeirra bara sprellanum framan í þá og hló upp í opið geðið á þeim,“ segir Garðar Valur Hallfreðsson sem stóð nokkra erlenda ferðamenn að því að baða sig á bílaþvottaplani á Egilsstöðum snemma í morgun.

Garðar Valur tók meðfylgjandi mynd í morgun og deildi á Facebook. Hann sagði í samtali við fréttastofu að fjórar manneskjur, sem honum heyrðist tala frönsku, hafi verið þarna á ferð og tveir karlmenn svipt sig öllum klæðum og baðað sig á þvottaplaninu.

Þegar vegfarandi reyndi að hafa afskipti af þeim, stökk einn maðurinn upp á lágan vegg fyrir aftan og veifaði kynfærunum í átt að vegfarandanum og hló, að sögn Garðars.

Atli Þór Ægisson
Fréttastofa RÚV