Athugið þessi frétt er meira en 10 ára gömul.

Blysför í Vestmannaeyjum í kvöld

23.01.2013 - 22:00
Mynd með færslu
 Mynd:
Eyjamenn minntust þess í kvöld að fjörutíu ár eru liðin frá því að eldgos hófst á Heimaey. Blysför var gengin frá Landakirkju og kveikt var í blysum á Eldfelli.

Eyjamenn minnast upphafs gossins á hverju ári með einhverjum hætti. Á fimm ára fresti er dagskráinm viðameiri. Grunnskólanemendur kynntu verkefni sín í dag. Meðal annars höfðu nemendurnir rætt við eldri ættingja sína um gosið og ýmislegt sem því tengdist. Þá var rifjað upp í dag hvernig byggðin undir hrauninu leit út fyrir gos.

 Helgistund var í Landakirkju í kvöld. Í framhaldinu gengu bæjarbúar fylktu liði niður á bryggju. Kveikt var á blysum á hraunbrún Eldfells og við hraunjaðarinn í miðbænum. Fjölmenni var á þakkargjörðarhátíð á bílaþilfari Herjólfs. Biskup Íslands fór með bæn ásamt prestum sem hafa þjónað í Vestmannaeyjum.