Blokk sem skiptir litum

23.04.2019 - 19:13
Fjölbýlishúsið Álalind 14 í Kópavogi er ekki allt þar sem það er séð, því það skiptir litum. Það er bleikt frá einu sjónarhorni en grátt eða grænt frá öðru. Með ráðum gert, segir arkitektinn. 

Blokkin er í Glaðheimahverfinu þar sem einu sinni var hesthúsahverfi. Þegar horft er á húsið úr fjarska virðist það bleikt úr einni átt en allt öðru vísi á litinn úr annarri átt. En hvernig er blokkin á litinn?

„Það er nefnilega spurning. Sumir segja að hún sé bleik og aðrir að hún sé græn. En hún er nefnilega eiginlega græn, bleik og grá,“ segir [Helgi Steinar Helgason arkitekt hjá Tvíhorfi

Mynd með færslu
 Mynd: RÚV - Grímur Sigurðsson - RÚV
Helgi Steinar Helgason arkitekt hjá Tvíhorfi.

Mælst var til þess í skilmálum fyrir skipulag hverfisins að brjóta upp formið, nota liti, og ólík efni og áferð. Arkitektar Álalindar 14 völdu ál þar sem ákveðinni málningartækni er beitt til að ná litbrigðunum.  

„Við vissum að þetta væri dálítið djörf ákvörðun. Okkur fannst bara spennandi að prufa þetta og ég held að þetta hafi heppnast bara nokkuð vel.“

Helgi Steinar veit ekki til annars en að íbúarnir séu ánægðir:

„En ég hef alveg heyrt út undan mér að þetta fari í taugarnar á einhverjum. Aðallega bleiki liturinn. En ég held bara að þetta sé bara eins og með tónlist, með góða tónlist. Annaðhvort fílar fólk tónlistarmenn eins og Björk eða fílar hana ekki. Mér finnst að það megi alveg vera eins með byggingar.“

Mynd með færslu
 Mynd: RÚV - Grímur Sigurðsson - RÚV
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV - Grímur Sigurðsson - RÚV
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV - Grímur Sigurðsson - RÚV
Þórdís Arnljótsdóttir
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi