Báturinn Blátindur sem hafði losnað frá Skansinum í Vestmannaeyjahöfn er sokkinn. Lóðsinn hafði farið og náð bátnum aftur að bryggju þar sem hann sökk.
Á vef Eyjafrétta segir að Blátindur hafi verið smíðaður í Eyjum 1947 af Gunnari Marel Jónssyni. Hann var samfellt í útgerð til ársins 1992. Hann var svo endurgerður af frumkvæði áhugamannafélags sem stofnað var árið 2000.