Blær vann mál sitt gegn ríkinu

31.01.2013 - 10:49
Mynd með færslu
 Mynd:
Blær Bjarkardóttir Rúnarsdóttir, 15 ára stúlka sem hefur barist fyrir að fá nafn sitt skráð í þjóðskrá, vann í morgun mál gegn íslenska ríkinu í Héraðsdómi Reykjavíkur. Ríkið var þó sýknað af kröfu hennar um bætur.

Mannanafnanefnd telur að Blær sé ekki kvenmannsnafn og er Blær því skráð sem „stúlka“ í þjóðskrá. Hún stefndi ríkinu og krafðist þess að ákvörðun nefndarinnar yrði felld úr gildi og hún fengi að halda nafninu.

Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi