Athugið þessi frétt er meira en 4 ára gömul.

Blæbrigðaríkar smásögur frá efnilegum höfundi

Mynd:  / 

Blæbrigðaríkar smásögur frá efnilegum höfundi

28.11.2018 - 20:00

Höfundar

Gagnrýnendur Kiljunnar segja að Fríða Ísberg eigi framtíðina fyrir sér sem rithöfundur. Hún sanni það í smásagnasafninu Kláða að hún búi yfir mikilli næmni og nái til lesenda óháð kynslóðabilum. „Þetta er stúlka sem á bara að skrifa og skrifa og skrifa.“

Kláði er önnur bók Fríðu Ísberg en áður hafði hún gefið út ljóðabókina Slitförin. Smásögurnar í bókinni snúast að mestu um ungt fólk og viðfangsefni sem ungt fólk klæjar undan. Í þeim fjallar Fríða um samskipti fólks sem hefur alist upp fyrir framan skjái, þörfina fyrir að vera á samfélagsmiðlum og einsemd.

„Ég ætla bara að segja það strax að mér finnst Fríða Ísberg efni í mikinn rithöfund. Við erum miklu eldri en hún en drottinn minn hvað hún tengir vel,“ segir Kolbrún Bergþórsdóttir gagnrýnandi. Fríða sé afar næmur rithöfundur sem hitti í hjartastað. „Henni tekst svo vel að lýsa söknuði og sársauka.“

Sigurður Valgeirsson gagnrýnandi tekur undir orð Kolbrúnar. „Maður tengdi fullkomlega við allar sögurnar. Hún er mikið efni, þessi höfundur.“ Sögurnar séu skemmtilegar og Fríða sýni mikla stílfimi í þeim. 

Tengdar fréttir

Bókmenntir

Tæknin myndar flekaskil milli kynslóða

Bókmenntir

Smásagan er innsýn ekki úrlausn