Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Blaðamannafundur: Hættustig vegna Covid-19

28.02.2020 - 15:33
Mynd: RÚV / RÚV
Hættustigi hefur lýst yfir vegna fyrsta Covid-19 smitsins sem greinst hefur í Íslendingi. Almannavarnardeild ríkislögreglustjóra og sóttvarnarlæknir hafa boðað til blaðamannafundar í samhæfingarmiðstöðinni í Skógarhlíð. RÚV sýnir beint frá fundinum, sem hefst klukkan 16, í sjónvarpi, á Rás 2 og á vefnum.

Fyrr í dag var greint frá því á vef Landlæknis að hér á landi hafa hátt í 70 sýni verið rannsökuð af sýkla og veirufræðideild Landspítalans vegna kórónaveirunnar.

 

 

Jón Hákon Halldórsson
Fréttastofa RÚV