Athugið þessi frétt er meira en 5 ára gömul.

Björk vill umhverfismálin í forgang

Sýndarveruleikasýning Bjarkar Guðmundsdóttur, Björk Digital.
 Mynd: Björk Digital

Björk vill umhverfismálin í forgang

31.10.2016 - 16:10

Höfundar

Björk Guðmundsdóttir tónlistarkona undrar sig á því að umhverfismálin hafi ekki ekki verið í forgrunni í kosningabaráttunni fyrir alþingiskosningarnar. Sýning Bjarkar, Björk digital, verður opnuð í Hörpu í Reykjavík á miðvikudag.

Fyrstu tónleikar á Íslandi í 5 ár

Sýningin sameinar tónlist Bjarkar og nýjustu tölvutækni í sýndarveruleika. Björk heldur síðan tvenna tónleika á Airwaves-hátíðinni í Reykjavík á laugardaginn kemur og þriðjudag í næstu viku. Það verða hennar fyrstu tónleikar hér á landi í fimm ár. 

Er ekki í flokkapólitík en vill ræða umhverfismál

Björk vill ekki svara því hvers konar ríkisstjórn hún vilji eftir alþingiskosningarnar. „Ég hef alltaf verið fyrir utan flokkapólitík og ætla að halda því áfram. Ég held að minni orku sé best varið í að vera græn.  Flokkar koma og fara en ég er fyrst og fremst tónlistarmaður og ef ég á að skipta mér eitthvað af heimsmálunum, eða pólitík, þá ætla ég að vera fyrir utan flokka, en tala um umhverfismál. Og ég vil ljúka þeim núna," segir Björk Guðmundsdóttir.

Ítarlegt viðtal Önnu Gyðu Sigurgísladóttur dagskrárgerðarmanns við Björk verður flutt í þættinum Lestinni á Rás eitt að loknum fréttum kl. 17 þriðjudaginn 31. okt.