Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Björgvin Karl endaði þriðji - Katrín fjórða

Mynd með færslu
 Mynd: Facebook

Björgvin Karl endaði þriðji - Katrín fjórða

05.08.2019 - 10:13
Heimsleikunum í Crossfit lauk í Madison, Wisconsin í Bandaríkjunum í gærkvöld. Björgvin Karl Guðmundsson komst á verðlaunapall, því hann endaði í 3. sæti í karlakeppni leikanna. Fyrir árangurinn fær hann 75 þúsund Bandaríkjadali í sinn hlut sem nemur rúmum 9 milljónum íslenskra króna.

Katrín Tanja Davíðsdóttir sem tvisvar hefur unnið keppnina í kvennaflokki varð að gera sér fjórða sætið að góðu að þessu sinni. Það skilaði henni 50 þúsund Bandaríkjadölum í verðlaunafé. Hins ástralska Tia-Claire Toomey sigraði í kvennaflokki en Bandaríkjamaðurinn Matthew Fraser í karlaflokki. Bæði voru þau að verja titla sína.

Þuríður Erla Helgadóttir endaði í 10. sæti, Annie Mist Þórisdóttir í 12. sæti og Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir í 20. sæti. Þá endaði Sigurður Hjörtur Þrastarson í 3. sæti í flokki 35-39 ára. Sigurður Hjörtur er kunnur sem afbragðs dómari á hæsta stigi á Íslandi bæði í handbolta og fótbolta. Stefán Helgi Einarsson varð sjötti í sama flokki.

Þá endaði Brynjar Ari Magnússon líka í 3. sæti í flokki 14-15 ára ungmenna.