Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Björgunarsveitarmenn standa í ströngu

14.02.2020 - 11:30
Mynd: Kristján Ingvarsson / RÚV
Björgunarsveitarmenn í hjálparsveit skáta í Kópavogi stóðu í ströngu við að tryggja tvöfalda hurð á vörulager Heimkaupa í turninum við Smáratorg í Kópavogi í morgun. Hurðin hafði hreinlega fokið upp og rifnað af hjörunum.

Vonskuveður er um land allt og  víða mjög hvasst. Björgunarsveitarmenn hafa því haft í nógu að snúast í dag. 

Þórhildur Þorkelsdóttir
Fréttastofa RÚV