Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Björgunarskip verður til taks á Flateyri

24.01.2020 - 16:55
Mynd með færslu
Mynd úr safni. Mynd: RÚV
Forsætisráðherra varð við ósk Slysavarnarfélagsins Landsbjargar um að styrkja félagið til að standsetja björgunarskip sem verður til taks á Flateyri. Styrkurinn nemur hálfri milljón króna. Björgunarskipið er á Rifi á Snæfellsnesi, en það verður við bryggju á Flateyri í vetur.

Á vef Stjórnarráðsins segir að báturinn verðir færður þangað þar sem enginn bátur sé til staðar sem hægt er að nota sem örugga flóttaleið ef þjóðvegurinn lokast. Undirbúningur verkefnisins er þegar hafinn af hálfu Slysavarnarfélagsins Landsbjargar í samvinnu við björgunarsveitina Sæbjörgu á Flateyri. Reiknað er með að skipið verði komið að bryggju á Flateyri um miðja næstu viku.

Ákvörðunin var tekin samhliða stofnun starfshóps um aðgerðir til að treysta atvinnulíf og búsetu á Flateyri. Teitur Björn Einarsson lögmaður leiðir hópinn.